Arenas jarðaði New York 26. febrúar 2006 08:29 Gilbert Arenas fór hamförum gegn New York og skoraði til að mynda 23 af 46 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum NordicPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Washington burstaði heillum horfið liði New York Knicks 110-89, þar sem Gilbert Arenas fór hamförum og skoraði 46 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Washington. Arenas hitti úr 13 af 16 skotum sínum utan af velli í leiknum og þar af 7 af 10 þriggja stiga skotum. Þetta var 19. tap New York í 21 síðustu leikjum sínum. Dallas lagði Toronto 115-113 eftir framlengdan leik á heimavelli sínum, en þetta var 14. sigur liðsins í röð á heimavelli. Dallas var um tíma 24 stigum undir, en náði að snúa dæminu við á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Dallas, en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto. Milwaukee sigraði Atlanta 99-89. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, en Al Harrington skoraði 22 stig fyrir Atlanta. O´Neal lék sér að SeattleShaquille O´Neal og Dwayne Wade tóku sig vel út í gömlu búningunum í gær og áttu báðir sannkallaða stórleiki gegn arfaslöku liði SeattleMiami lagði Seattle 115-106 á heimavelli sínum, þar sem Shaquille O´Neal hitti úr 14 fyrstu skotum sínum í leiknum og 15 af 16 alls. Hann endaði með 31 stig og 9 fráköst. Félagi hans Dwayne Wade skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle.Philadelphia lagði Chicago 108-102. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Chris Duhon skoraði 18 stig fyrir Chicago.San Antonio vann Golden State 92-75. Nazr Mohammed skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst fyrir San Antonio en Monta Ellis skoraði 16 stig fyrir Golden State.New Orleans lagði Utah á útivelli 100-95. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New Orleans, en Mehmet Okur skoraði 26 stig fyrir Utah.Að lokum vann Phoenix góðan sigur á Charlotte 136-121 í einstaklega fjörugum leik sem var í beinni útsendingu á NBA TV og verður endursýndur í dag. Ekki er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í leiknum eins og tölurnar bera með sér, en sóknarleikurinn var þeim mun öflugri. Shawn Marion átti frábæran leik fyrir Phoenix með 31 stig og 24 fráköst, Steve Nash skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 31 stig fyrir Charlotte. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Washington burstaði heillum horfið liði New York Knicks 110-89, þar sem Gilbert Arenas fór hamförum og skoraði 46 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Washington. Arenas hitti úr 13 af 16 skotum sínum utan af velli í leiknum og þar af 7 af 10 þriggja stiga skotum. Þetta var 19. tap New York í 21 síðustu leikjum sínum. Dallas lagði Toronto 115-113 eftir framlengdan leik á heimavelli sínum, en þetta var 14. sigur liðsins í röð á heimavelli. Dallas var um tíma 24 stigum undir, en náði að snúa dæminu við á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Dallas, en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto. Milwaukee sigraði Atlanta 99-89. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, en Al Harrington skoraði 22 stig fyrir Atlanta. O´Neal lék sér að SeattleShaquille O´Neal og Dwayne Wade tóku sig vel út í gömlu búningunum í gær og áttu báðir sannkallaða stórleiki gegn arfaslöku liði SeattleMiami lagði Seattle 115-106 á heimavelli sínum, þar sem Shaquille O´Neal hitti úr 14 fyrstu skotum sínum í leiknum og 15 af 16 alls. Hann endaði með 31 stig og 9 fráköst. Félagi hans Dwayne Wade skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle.Philadelphia lagði Chicago 108-102. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Chris Duhon skoraði 18 stig fyrir Chicago.San Antonio vann Golden State 92-75. Nazr Mohammed skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst fyrir San Antonio en Monta Ellis skoraði 16 stig fyrir Golden State.New Orleans lagði Utah á útivelli 100-95. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New Orleans, en Mehmet Okur skoraði 26 stig fyrir Utah.Að lokum vann Phoenix góðan sigur á Charlotte 136-121 í einstaklega fjörugum leik sem var í beinni útsendingu á NBA TV og verður endursýndur í dag. Ekki er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í leiknum eins og tölurnar bera með sér, en sóknarleikurinn var þeim mun öflugri. Shawn Marion átti frábæran leik fyrir Phoenix með 31 stig og 24 fráköst, Steve Nash skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 31 stig fyrir Charlotte.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki