Innlent

Læknir braut lög um persónuvernd

Yfirlæknir á Landspítalanum braut lög um persónuvernd þegar hann sótti upplýsingar í sjúkraskrá í heimildarleysi þegar hann var að vinna álit fyrir tryggingafélag.

Guðmundur Ingi Kristinsson hefur staðið í baráttu í sex ár við Tryggingafélagið VÍS til að fá bætur úr umferðarslysi. VÍS fékk bæklunarlækni til að vinna álit fyrir sig vegna málsins. Læknirinn sem er nú yfirlæknir á Landspítalunum vann á þeim tíma að hluta sjálfstætt og að hluta hjá Landsspítalanum. Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi brotið lög um persónuvernd þegar hann fór inn í sjúkraskrá Guðmundar Inga í lok maí í fyrra en þá var hann að vinna að álitinu fyrir VÍS.

Í áliti læknisins sem var sent til dómskvaddra matsmanna en þar kemur fram að Guðmundur Ingi hafi verið í röngum bíl eða þeim bíl sem olli árekstrinum. Læknirinn leiðrétti þetta síðar en sú leiðrétting var ekki send til matsmannanna ef marka má upptalningu gagna í úrskurði þeirra.

Jóhannes Pálmason, lögfræðingur hjá Landsspítalanum, sagði í samtali við NFS í dag að Landsspítalnum hefði ekki borist úrskurður persónuverndar og undraðist hann það. Hann sagði að farið yrði yfir úrskurðinn og málið skoðað í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×