Innlent

Spron styrkir Hjálparsíma RKÍ

Hjálparsími Rauða kross Íslands 1717 hefur hlotið þriggja milljón króna styk frá Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, SPRON. Styrkurinn var afhentur á aðalfundi SPRON í gærkvöldi. Hjálparsíninn 1717 hefur verið starfræktur síðan árið 2002 og gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf og hlutstun til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda vegna ýmissa erfiðleika. Á síðasta ári bárust um 16.000 símtöl eða rúmlega 40 símtöl á dag, og þar af hafa símtöl frá börnum og unglingum verið um 20%. Hjálparsíminn 1717 stendur fyrir átaki vikuna 6.-13. mars þar sem sjónum verður beint að börnum og ungu fólki og réttindum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×