Innlent

Fráleitt að setja súlu Yoko í Viðey

Yoko Ono kynnti sér aðstæður í Reykjavík í heimsókn sinni í síðasta mánuði. Hér sést hún með Stefáni Jóni Hafstein og syni sínum og Johns Lennons Sean Lennon.
Yoko Ono kynnti sér aðstæður í Reykjavík í heimsókn sinni í síðasta mánuði. Hér sést hún með Stefáni Jóni Hafstein og syni sínum og Johns Lennons Sean Lennon. MYND/OR
Ingólfur Margeirsson rithöfundur segir það fráleitt ef yfirvöld ráðast í að setja upp friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Hann segir margt betra við peningana að gera og fráleitt að eyða þeim í uppátæki Yoko sem sé einungis fjárplógsstarfsemi í nafni friðarátaks.

Á sameiginlegum blaðamannafundi borgaryfirvalda og listakonunnar Yoko Ono, ekkju Johns heitins Lennons, fyrir rúmum tveimur vikum var tilkynnt að friðarsúla yrði reist í Viðey. Yoko Ono hyggst hanna súluna en Orkuveitan greiða kostnað við byggingu og uppsetningu hennar.

"Mér finnst svolítið skrýstið ef bærinn, og reyndar ríkið líka, eru tilbúin að setja 20 til 30 milljónir í svona ævintýri frá Yoko Ono, að setja upp glersúlu, þegar hægt er að gera svo mikið annað í Viðey," segir Ingólfur Margeirsson. "Mér finnst fáránlegt að nota svona mikla peninga í að setja upp einhverja friðarsúlu fyrir Yoko Ono sem er að þessu fyrst og fremst fyrir peninga.

Meðal hugmynda Yoko Ono er að setja upp friðarverðlaun sem yrðu afhent hér og sáu hvort tveggja hún og fleiri fyrir sér að það myndi draga ferðamenn til Íslands.

"Það sem dregur túrista hingað er náttúra og slíkt en ekki friðarsúla Yoko Ono úti í Viðey," segir Ingólfur. "Ég er sjálfur nýkominn frá New York þar sem ég heimsótti friðarstaðinn sem Yoko Ono kom upp á kotsnað borgarbúa í New York; Strawberry Field í Central Park; og það var, ef ég má nota orðalagið, ekki kjaftur þar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×