Innlent

Ráðist á mann í Vestmannaeyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Mynd/Hari

Líkamsárás var tilkynnt til Lögreglunnar í Vestmannaeyyjum aðfaranótt sunnudags en maður hafði verið sleginn með þeim afleiðingum að hann féll niður tröppur og skall með höfuðið í stétt. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og færður undir læknishendur. Ekki liggur fyrir hver aðdragandi líkamsárásarinnar var en málið er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×