Innlent

Gat kom á nef vélar

MYND/Valgarður Gíslason

Rannsóknanefnd flugslysa ætlar í dag að fara yfir atvikið, þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær.

Farþegar skynjuðu miklar glæringar og háan hvell. Gat kom á nef vélarinnar þar sem ratsjáin er hýst og var þegar snúið við til lendingar. 150 farþegar voru um borð, auk áhafnar, og sakaði engan.

Strax eftir lendingu bauðst farþegunum áfallahjálp, en lítil þörf reyndist fyrir hana þar sem það var mál farþeganna að áhöfnin hafi strax tekið svo vel á málum að fólk hefði að mestu haldið ró sinni.

Önnur vél var til taks á vellinum og héldu allir farþegarnir með henni vestur um haf á áttunda tímanum í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×