Erlent

Sprengjum varpað að dönsku sendiráði

Íranir mótmæla við danska sendiráðið í Teheran, höfuðborg írans.
Íranir mótmæla við danska sendiráðið í Teheran, höfuðborg írans. MYND/AP

Bensínsprengjum var varpað að danska sendiráðinu í Teheran í Íran í gær, aðeins nokkrum dögum eftir dreifingu myndbands sem sýndi unga Dani í sumarbúðum gera grín að spámanninum Múhameð.

Myndböndin voru strax gagnrýnd og fordæmd af leiðtogum í Egyptalandi og Indónesíu, og nú eykst þrýstingur íranskra lagavarða á stjórnvöld þar í landi að þau skeri á efnahagstengsl við Danmörku. Fréttin var meðal annars birt á forsíðu fyrsta tölublaðs Nyhedsavisen í síðustu viku.

Myndbandið var birt á internetinu og sýndi ungmennin taka þátt í teiknisamkeppni um spámanninn og þau hlógu þau að útskýringum þeirra.

Eitt myndskeiðið sýndi tvær teikningar af spámanninum, eina af kameldýri með höfuð Múhameðs og bjórdósir í stað hnúða á bakinu og önnur sýndi reiknisdæmi af manni með vefjarhött, plúsmerkið og sprengja samasem kjarnorkuský.

Ungmennin virtust undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×