Trabant snýr aftur með nýtt efni 15. desember 2006 16:00 Trabant hafa ekki spilað í hálft ár og lofa brjáluðu stuði. „Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants. Á laugardaginn næsta verða haldnir tónleikar á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni Jólagrautur og þar spila hljómsveitirnar Fm Belfast, Helmus und Dalli, Steed Lord en síðast en ekki síst Trabant, en ekki hefur heyrst frá þeim félögum síðan í sumar. „Við erum búnir að vera í smá pásu, en undanfarinn mánuð höfum við æft mikið og erum því færir í flestan sjó," segir Gísli en síðustu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Kaupmannahöfn í ágúst. Gísli segir að á tónleikunum verði nýtt efni frumflutt, en á döfinni hjá bandinu er að semja efni á nýja plötu og gefa hana út sem fyrst, „eða þegar rétta efnið er komið" eins og Gísli orðar það svo vel. Tónleikarnir eru með sama sniði og jólatónleikar Trabants, Mugisons og Hjálma í fyrra, en í lokalaginu á þeim tónleikum komu allar hljómsveitirnar saman í svakalegum bræðingi sem var að sögn áhorfenda óborganlegur. „Það er aldrei að vita hvað gerist í lokalaginu í ár, en allt er mögulegt," segir Gísli lúmskur að lokum. Forsala á tónleikana er í búðinni 12 tónar og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur. Húsið verður opnað stundvíslega kl. 10.30 og má búast við því að fjörið hefjist stuttu seinna. Steed lord spila einnig á tónleikunum, en búast má við að í lokalaginu spili böndin saman. . Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants. Á laugardaginn næsta verða haldnir tónleikar á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni Jólagrautur og þar spila hljómsveitirnar Fm Belfast, Helmus und Dalli, Steed Lord en síðast en ekki síst Trabant, en ekki hefur heyrst frá þeim félögum síðan í sumar. „Við erum búnir að vera í smá pásu, en undanfarinn mánuð höfum við æft mikið og erum því færir í flestan sjó," segir Gísli en síðustu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Kaupmannahöfn í ágúst. Gísli segir að á tónleikunum verði nýtt efni frumflutt, en á döfinni hjá bandinu er að semja efni á nýja plötu og gefa hana út sem fyrst, „eða þegar rétta efnið er komið" eins og Gísli orðar það svo vel. Tónleikarnir eru með sama sniði og jólatónleikar Trabants, Mugisons og Hjálma í fyrra, en í lokalaginu á þeim tónleikum komu allar hljómsveitirnar saman í svakalegum bræðingi sem var að sögn áhorfenda óborganlegur. „Það er aldrei að vita hvað gerist í lokalaginu í ár, en allt er mögulegt," segir Gísli lúmskur að lokum. Forsala á tónleikana er í búðinni 12 tónar og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur. Húsið verður opnað stundvíslega kl. 10.30 og má búast við því að fjörið hefjist stuttu seinna. Steed lord spila einnig á tónleikunum, en búast má við að í lokalaginu spili böndin saman. .
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira