Erlent

Eldfimt ástand í Palestínu

Liðsmenn Fatah.
Liðsmenn Fatah. MYND/AP

Ástandið í Palestínu er eldfimt í kjölfar þingkosninga í síðustu viku. Slegið hefur í brýnu milli Hamas-liða, sem sigruðu, og stuðningsmanna Fatah. Íslenskur lektor segir hættu á að almenningur missi tiltrú á Hamas-samtökunum.

Mörg þúsund liðsmenn Fatah-fylkingarinnar komu saman á Vesturbakkanum og Gasaströndinni í dag til að lýsa ónægju sinni með fylkingarforystuna eftir tapið í kosningunum. Fatah liðar í Ramallah lögðu undir sig byggingu þingsins þar í borg um tíma og það gerðu öryggissveitir á Gasaströndinni einnig. Það umsátur stóð þó stutt yfir en sýnir hvað ástandið í Palestínu er eldfimt þessa dagana.

Magnús Þorkell Berharðsson, lektor í sögu Miðausturlanda og íslams var gestur Þóris Guðmundssonar í þættinum Skaftahlíð á NFS í dag. Þar sagði hann hættu á borgarastyrjöld í Palestínu. Hamas-liðar hefðu hingað til haft uppi stór orð og nú yðru þeir að standa undir væntingum. Spurning sé hvort að samtök á borð við Hamas mildist þegar þau komist til valda og breytist við að vera í stjórn? Stjórnarliðar í palestínsku heimastjórninni hafi takmörkuð völd og eigi oft erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegn og standa við loforð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×