Erlent

Saknað eftir að brú hrundi í flóðum í Noregi

Að minnsta kosti einnar manneskju er saknað eftir að bíll hafnaði úti í á þegar brú yfir hana hrundi í miklum vatnavöxtum í Syðri-Þrændarlögum í Noregi í gærkvöld. Óvíst er hversu margir voru í bílnum en leit að farþegum stóð yfir fram á nótt og hófst aftur í morgun.

Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín í Þrændarlögum vegna flóðanna en þau má rekja til mikillar úrkomu og leysinga. Litlir lækir hafa breyst í beljandi fljót og jafnvel hirt með sér heilu húsin og borið þau á haf út. Þá hafa vegir víða rofnað vegna vatnavaxtanna. Hins vegar hefur nú dregið úr úrkomunni og er búist við að það réni í ám þegar líður á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×