Erlent

Danski fáninn brenndur í Palestínu

MYND/AP

Danski fáninn var brenndur í Palestínu í dag í mótmælaskyni við skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhammeð spámanni. Vopnaðir menn í Nablus á Vesturbakkanum stóðu fyrir uppátækinu en mikil reiði ríkir í Mið-Austurlöndum vegna myndanna sem birtar voru í haust. Í morgun baðst ritstjórn blaðsins afsökunar á að hafa móðgað múslima sem margir hverjir hyggjast sniðganga danskar vörur vegna málsins. Stjórnvöld nokkurra ríkja svæðsins hafa kvartað formlega við sendiherra Danmerkur í viðkomandi löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×