Erlent

Utanríkisráðherrann fékk bókmenntaverðlaun

Erkki Tuomioja skrifar ekki bara stjórnmálaræður, hann er líka liðtækur ævisagnaritari.
Erkki Tuomioja skrifar ekki bara stjórnmálaræður, hann er líka liðtækur ævisagnaritari. MYND/AP

Utanríkisráðherra Finna, Erkki Tuomioja, vann í dag bókmenntaverðlaun Finna í flokki fræðibókmennta fyrir ævisögu ömmu sinnar, sem var vinstrisinnað leikskáld sem hafði leynilegt samband við stjórnvöld í Sovétríkjunum. Hún var auk þess mikils virtur stjórnmálamaður í Finnlandi og atkvæðamikil í viðskiptum.

Finnsk yfirvöld grunuðu Hellu Wuolijoki, ömmu ráðherrans, lengi um að njósna fyrir Sovétríkin sem áttu í stríði við Finna á árunum 1939 til 1944. Hún var handtekin árið 1943 fyrir að hýsa sovéskan fallhlífanjósnara og dæmd í lífstíðarfangelsi. Hún var samt leyst úr haldi árið eftir, eftir að stríðinu lauk.

Utanríkisráðherrann ritfæri fékk tæplega tvær og hálfa milljón íslenskra króna í verðlaunafé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×