Innlent

Tvö bílslys í Eyjafirði í morgun

Tvö slys urðu í Eyjafirði með nokkurra mínútna millibili laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Bíll fór út af við bæinn Klöpp í hálku og valt en engin slys á fólki.

Skammt sunnan Hrafnagils ók svo pallbíll út af veginum og valt. Þeim bíl var ekið til suðurs og fór hann vinstra megin út af veginum, straujaði niður girðingu og endaði á hvolfi með hjólin upp í loft, klesstur upp við nokkrar heyrúllur. Tvennt var í bílnum og voru bæði flutt á sjúkrahús. Meiðsli þeirra eru minni háttar að sögn lögreglu.

Þá voru fleiri smáóhöpp á landinu sem rekja má til hálku í dag en víða eru vegir glerhálir. Biður lögregla vegfarendur að aka varlega og eftir aðstæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×