Innlent

Niðurlægði þingflokk Samfylkingarinnar

 

Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir fá eða engin dæmi um að formaður flokks hafi niðurlægt þingmenn sína með þeim hætti sem formaður Samfylkingarinnar hafi gert í ræðu á flokkstjórnarfundi flokksins um helgina, þegar hún sagði þjóðina ekki treysta þingflokknum.

Hann tók málið upp í upphafi þingfundar í morgun. Formaður Samfylkingarinnar þakkaði framsóknarmanninum fyrir að taka upp þykkjuna fyrir þingmenn flokksins og slá skjaldborg um þá í þinginu.

Sjálfumgleði væri hins vegar ekki vænleg til árangurs þegar flokkar væru við pilsnermörk í fylgi eins og Framsóknarflokkurinn. Fleiri stjórnarliðar tóku til máls og töldu sig hafa fengið óvæntan bandamann í vantrausti á Samfylkinguna.

 Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.