Erlent

Búið að frelsa flesta gísla í Írak

Menntamálaráðuneytið þaðan sem fólkinu var rænt.
Menntamálaráðuneytið þaðan sem fólkinu var rænt. MYND/AP

Búið að frelsa flesta gísla sem var rænt í mannráni í Bagdad í dag. Gíslarnir voru frelsaðir í aðgerðum víðsvegar um Bagdad, í kringum miðnætti að staðartíma, samkvæmt tilkynningu frá talsmanni írösku stjórnarinnar.

Fimm háttsettir lögreglumenn höfðu verið handteknir í tengslum við mannránið en talið er að allt að 60 manns hafi verið rænt en upphaflega var talið að allt að 150 manns hefði verið rænt. Búið var að sleppa um 20 þeirra þegar íraska lögreglan frelsaði þá 40 sem eftir voru. Ein sjónvarpsstöð í Írak skýrði þó frá því að enn ætti eftir að fresla um 25 manns.

Alls komu um 20 manns að mannráninu og voru þeir klæddir í lögreglubúninga en búningunum hafði nýlega verið dreift og talið var að erfitt væri að herma eftir þeim.

Þetta kom fram á fréttavef BBC í kvöld.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×