Sport

Tvíburarnir Hans og Gréta móðurlaus á Feti

Á hrossaræktarbúinu Feti fæddust tvíburafolöld fyrir um viku síðan en þau eru undan Árna Geir frá Feti og Skák frá Feti. Skák veiktist heiftarlega eftir að hún kastaði tvíburunum og dó tveimur dögum seinna. Í samtali við Brynjar Vilmundarson sagði hann að nú væri vakað dag og nótt yfir systkinunum til að halda í þeim lífi og braggast þau mjög vel eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem fréttamenn Hestafrétta tóku í gær.

Brynjar skýrði folöldin Hans og Grétu og sagði að þau bæru nöfnin með rentu. Skák hefur gefið mikla gæðinga en albræðurnir Þristur og Burkni eru undan henni. Skoða myndband




Fleiri fréttir

Sjá meira


×