Erlent

Fullskipuð keppnin um hin nýju 7 undur veraldar

El Castillo hofið er hluti af Chichen Itza borginni fornu og líklega þekktasta byggingin í Chitchen Itza.
El Castillo hofið er hluti af Chichen Itza borginni fornu og líklega þekktasta byggingin í Chitchen Itza. MYND/af vef Google

Mayaborgin forna Chichen Itza í Mexíkó er síðasti staðurinn sem fær að taka þátt í keppninni um hin nýju sjö undur veraldar. Vinningshafar verða tilkynntir í Lissabon þann sjöunda júlí 2007 en auk Chichen Itza taka þekktar byggingar og minnismerki þátt í keppninni, þeirra á meðal eru Taj Mahal í Indlandi, Effelturninn, Stonehenge, stytturnar á Páskaeyjunni og óperuhúsið í Sydney.

Pýramídarnir í Egyptalandi eru hið eina af fyrrum sjö undrum veraldar sem enn stendur og þeir taka að sjálfsögðu þátt í keppninni.

Hægt er að taka þátt í kjöri hinna nýju sjö undra veraldar á heimasíðu verkefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×