Erlent

Benedikt páfi fer til Tyrklands í næsta mánuði

MYND/AP

Benedikt páfi sextándi mun heimsækja Tyrkland í næsta mánuði þrátt fyrir þær deilur sem orðið hafa um ummæli hans um íslam. Frá þessu greindi Vatíkanið í dag. Páfi vakti reiði meðal múslíma víða um heim í síðasta mánuði þegar hann, í ræðu í Þýskalandi, vitnaði í fyrrverandi keisara austrómverska ríkisins á 14. öld sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og ómannúð. Töldu sumir að vegna deilunnar ætti páfi að hætta við ferð sína til Tyrklands, þar sem meirihlutinn landsmanna er múslímar, en áætlanir hans verða óbreyttar að sögn Vatíkansins og hefst heimsóknin þann 28. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×