Innlent

Jón í fyrsta sæti

Jón Sigurðsson iðnaðar-og viðskiptaráðherra
Jón Sigurðsson iðnaðar-og viðskiptaráðherra MYND/Gunnar V. Ásgeirsson

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sækist eftir að leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum í vor. Hann greindi frá þessu á fundi á Grand hóteli í gærkvöldi.

Jón var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í haust eftir að Halldór Ásgrímsson hætti sem forsætisráðherra og formaður flokksins auk þess sem hann lét af þingmennsku. Jón hefur ekki verið í framboði til þings áður. Ekki liggur fyrir hvernig raðað verður á lista flokksins í kjördæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×