Sættast Zidane og Materazzi? 12. september 2006 18:15 AFP Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið Zidane og Materazzi um að hittast niður í Suður Afríku þar sem næsta heimsmeistarakeppni mun fara fram eftir 4 ár. Ekki fer enn neinum sögum af því hvernig þeir tvímenningarnir hafa tekið í bón forsetans sem vill gera opinberan viðburð úr uppákomunni og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Zidane var sektaður fyrir framkomu sína í úrsltaleik HM og dæmdur í leikbann en þar sem hann hefur lagt skóna á hilluna sættist hann á að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu í þágu knattspyrnunnar. Blatter hefur uppi þessa hugmynd um að samfélagsþjónusta Zidanes feli í sér að bæta fyrir hegðun sína með fyrrgreindri uppákomu en einnig til að bæta ímynd íþróttarinnar sem beið hnekki með atvikinu í úrslitaleik HM sem er orðið að einkenni keppninnar. Materazzi upplýsti loks í síðustu viku hvað það var sem fór þeim á milli þegar atvikið átti sér stað í útslialeiknum í Þýskalandi í sumar. Materazzi togaði í treyjuna hans Zidane í leiknum og segir Ítalinn að Zidane hafi þá boðist til að gefa honum treyjuna sína ef hann langaði svona mikið í hana. Því svaraði sá ítalski til að hann langaði meira í systur Zidane sem þá hafi skallað sig í bringuna eins og frægt er orðið. Helst kemur til greina að Materazzi og Zidane muni hittast fyrir framan fjölmiðla í hinu alræmda fangelsi á Robben eyju þar sem Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku sat bak við rimla í 27 ár. Það var fyrrverandi fangi á Robben eyju sem sagði frá þessu í viðtali við suður afríska dagblaðið Sunday Times en hann er í undirbúningsnefnd fyrir HM 2010 sem fram fer í landinu. Hann sagðist vera vel á veg kominn í samningaviðræðum við Blatter sem segir þetta í raun einu leiðina til að ljúka málinu. Þess má til gamans geta að fyrrverandi tukthúslimurinn sem um ræðir og er í undirbúningsnefnd HM 2010 ber hið skemmtilega nafn Tokyo Sexwale. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið Zidane og Materazzi um að hittast niður í Suður Afríku þar sem næsta heimsmeistarakeppni mun fara fram eftir 4 ár. Ekki fer enn neinum sögum af því hvernig þeir tvímenningarnir hafa tekið í bón forsetans sem vill gera opinberan viðburð úr uppákomunni og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Zidane var sektaður fyrir framkomu sína í úrsltaleik HM og dæmdur í leikbann en þar sem hann hefur lagt skóna á hilluna sættist hann á að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu í þágu knattspyrnunnar. Blatter hefur uppi þessa hugmynd um að samfélagsþjónusta Zidanes feli í sér að bæta fyrir hegðun sína með fyrrgreindri uppákomu en einnig til að bæta ímynd íþróttarinnar sem beið hnekki með atvikinu í úrslitaleik HM sem er orðið að einkenni keppninnar. Materazzi upplýsti loks í síðustu viku hvað það var sem fór þeim á milli þegar atvikið átti sér stað í útslialeiknum í Þýskalandi í sumar. Materazzi togaði í treyjuna hans Zidane í leiknum og segir Ítalinn að Zidane hafi þá boðist til að gefa honum treyjuna sína ef hann langaði svona mikið í hana. Því svaraði sá ítalski til að hann langaði meira í systur Zidane sem þá hafi skallað sig í bringuna eins og frægt er orðið. Helst kemur til greina að Materazzi og Zidane muni hittast fyrir framan fjölmiðla í hinu alræmda fangelsi á Robben eyju þar sem Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku sat bak við rimla í 27 ár. Það var fyrrverandi fangi á Robben eyju sem sagði frá þessu í viðtali við suður afríska dagblaðið Sunday Times en hann er í undirbúningsnefnd fyrir HM 2010 sem fram fer í landinu. Hann sagðist vera vel á veg kominn í samningaviðræðum við Blatter sem segir þetta í raun einu leiðina til að ljúka málinu. Þess má til gamans geta að fyrrverandi tukthúslimurinn sem um ræðir og er í undirbúningsnefnd HM 2010 ber hið skemmtilega nafn Tokyo Sexwale.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira