Sport

Frábær sigur hjá Gummersbach

Guðjón Valur skoraði átta mörk í kvöld í sögulegum sigri Gummersbach
Guðjón Valur skoraði átta mörk í kvöld í sögulegum sigri Gummersbach

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach eru enn taplausir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir frækinn útisigur á Kiel í kvöld 39-37, eftir að hafa verið undir 24-20 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson eitt, en þetta var fyrsta tap Kiel á heimavelli í nær þrjú ár.

Þá var einn annar leikur á dagskrá í þýska boltanum þar sem Jailesky Garcia skoraði 9 mörk fyrir Göppingen sem lagði Hildesheim 29-25 á útivelli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×