
Sport
Heiðar í byrjunarliði Fulham

Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú hafinn og er þar á ferðinni leikur Manchester United og Fulham. Skemmst er frá því að segja að United liðið er að valta yfir Lundúnaliðið og var staðan orðin 4-0 eftir aðeins 19 mínútur. Louis Saha, Wayne Rooney og Ronaldo hafa skorað mörk United og eitt þeirra var sjálfsmark. Heiðar Helguson er í liði Fulham en fær úr litlu að moða vegna stórsóknar heimamanna.