Innlent

Nýr forstjóri 66° Norður

Halldór G. Eyjólfsson
Halldór G. Eyjólfsson

Halldór G. Eyjólfsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Sjóklæðagerðarinnar - 66° Norður. Fyrirtækið er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins, en það var stofnað árið 1926. Ársvelta fyrirtækisins er áætluð 1800 milljónir á árinu 2006. Halldór starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Sjóvá Almennum tryggingum hf. og þar áður sem framkvæmdastjóri hjá Kristjáni Guðmundssyni og deildarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×