Innlent

Vilja sameinast Árborg

Allir kosningabærir íbúar Laugardælahverfis, sem er í Flóahreppi  í austurjaðri Selfoss,  hafa undirritað skjal með ósk um að fá að sameinast Sveitarfélaginu Árborg. Eftir því sem fram kemur á fréttavefnum sudurland.is segir Aðalsteinn Sveinsson oddviti Flóahrepps að skipuð hafi verið þriggja manna viðræðunefnd sem á að komast að því hvað býr að baki þessari ósk.

Börn í Laugardælum hafa ýmist sótt skóla á Selfoss eða í Flóaskóla. Með yfirlýsingunni fylgdi ósk um að áfram væri opið fyrir þann möguleika að börn úr hverfinu gangi í Flóaskóla. Ljóst er að málið þarf að hljóta samþykki í báðum sveitarstjórnum, Flóahrepps og Árborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×