Innlent

Avion gerir samstarfssamning við Advent Air Limited

Avion Group hefur gert samstarfssamning við Advent Air Limited sem er ástralskt flugrekstrarfélag. Samstarf fyrirtækjanna felst í því að dótturfélög AvionGroup, Star Airlines í Frakklandi og Star Europe í Þýskalandi leigja allt að fjórar Airbus A320 flugvélar til dótturfélags Advent Air, Skywest Ltd. Afhending fyrstu A320 flugvélarinnar til Skywest er áætluð í nóvember 2006 í Perth í Ástralíu og hinar vélarnar verða afhentar eftir samkomulagi næstu tvö árin frá nóvember 2007.



Skywest hefur þjónustað milljónir ástralska flugfarþega síðustu 42 ár. Fyrirtækið flýgur einkum innanlands í Ástralíu en einnig til áfangastaða í Indónesíu. Tekjur á síðastliðnu rekstrarári námu tæplega 100 milljónum ástralskra dollara og var hagnaður rúmlega 7 milljónir. Farþegafjöldi Skywest hefur aukist mikið frá árinu 2004 þegar Advent keypti ráðandi hlut í félaginu.



Að auki hefur Avion Group gert samning um kaup á 9.801.012 hlutum í Advent Air, sem jafngildir um 5% af útgefnu hlutafé í félaginu. Andvirði hlutarins er 1.421.147 GBP eða tæplega 200 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×