Innlent

Banaslys á Garðskagavegi

MYND/Hilmar Bragi

Einn lést og tveir eru alvarlega slasaðir eftir bílslys á Garðskagavegi rétt norðan við Sandgerði. Slysið varð laust eftir klukkan sjö í kvöld. Tveir bílar rákust saman en lögreglan í Keflavík segir tildrög slyssins ekki lyggja fyrir. Lögregla er enn á slysstað og verður vegurinn á milli Sandgerðis og Garðs lokaður fram eftir kvöldi.

Þetta er þriðja banaslysið í dag. Ferðamaður lést í íshelli í Hrafntinnuskeri í morgun og tveir hafa látist í umferðaslysum í dag. Alls hafa fjórtán látist í umferðinni það sem af er þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×