Innlent

Myndband af Castro

Kúbverska ríkissjónvarpið sýndi í gær fyrsta myndbandið af Fidel Castro, leiðtoga landsins, frá því að hann fól bróður sínum að halda um stjórnartaumana vegna veikinda sinna. Myndbandið var tekið á áttatíu ára afmælisdegi leiðtogans á sunnudaginn var þegar vinur hans og bandamaður, Hugo Chavez, forseti Venesúela, vitjaði hans á sjúkrabeðinu. Eins og myndirnar sýna var Castro nokkuð fölur eftir aðgerð sem hann þurfti að gangast undir vegna innvortis blæðinga. Hann hefur sjálfur viðurkennt að það muni taka hann langan tíma að jafna sig og er jafnvel talið að hann muni ekki snúa aftur til valda. Kúbverska ríkissjónvarpið reyndi þó sitt til að ýta undir rómantíska ímynd af leiðtoganum því ljúfir tónar fylgdu myndbandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×