Innlent

Fanginn fundinn

Lögreglan í Reykjavík fann fyrr í dag strokufangann af Litla Hrauni sem leitað hefur verið. Hann strauk með því að smeygja sér útum glugga á meðan hann var í læknisheimsókn í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði hann aflitað hár sitt og klippt það stutt. Maðurinn fannst í heimahúsi í Hlíðahverfi og veitti ekki mótþróa þegar lögrögla kom á staðinn.

Fanginn situr af sér dóm á Litla Hrauni en tókst að strjúka í læknisheimsókn í borginni með að smeygja sér út um glugga á salerni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×