Innlent

Tveir enn á sjúkrahúsi eftir mengunarslysið á Eskifirði

Hlúð að fólki við sundlaugina á Eskifirði í fyrradag.
Hlúð að fólki við sundlaugina á Eskifirði í fyrradag. MYND/Helgi

Tveir liggja enn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir mengunarslysið á Eskifirði í fyrradag. Annar þeirra er á gjörgæsludeild en seinna í dag verður tekin ákvörðun um hvort hann verði útskrifaður af gjörgæslu. Alls þurftu átján að vera yfir nótt á sjúkrahúsum eftir að hafa andað að sér klórgasinu í sundlaug Eskifjarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×