Fótbolti

Roberto Carlos vill fresta ákvörðun sinni

Roberto Carlos er þektur fyrir sín þrumuskot
Roberto Carlos er þektur fyrir sín þrumuskot MYND/AP

Hinn knái vinstri bakvörður Real Madríd og Brasilíu segist ekki vilja taka ákvörðun um framtíð sína hjá Real Madríd fyrr en eftir HM. Carlos getur valið á milli þess að leika 1 ár í viðbót með Real eða skrifa undir við Englandsmeistara Chelsea.

Carlos á eitt ár eftir af samningi sínum við Real en Chelsea hefur einnig óskað eftir starfskröftum hans og segir Carlos að tilboð Chelsea sé mjög gott. Carlos sem er orðinn 33 ára gamall segist vilja spila fótbolta og láta það ganga fyrir í stað þess að elta einhverja peninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×