Fótbolti

"Núna eða aldrei"

Beckham vonast eftir góðu gengi á HM
Beckham vonast eftir góðu gengi á HM MYND/AFP

Fyrirliði enska landsliðsins, David Beckham telur að þetta verði sennilega síðasta tækifærið sem leikmenn af hans kynslóð fá til að vinna Heimsmeistarakeppnina.

Þar með endurtekur hann orð fyrrum samherja síns hjá Manchester United, Gary Neville að núna sé rétti tíminn fyrir England að vinna stærsta titil fótboltans.

Jafnvel þó að hann krossi fingur um að Wayne Rooney verði orðinn tilbúinn fyrir keppnina, er hann fullviss um að ungir leikmenn á borð við Theo Walcott og Aaron Lennon muni koma með aukinn kraft í hópinn.

"Ég tel það vera þannig tilfinningu, því ég held að Gary hafi ekki verið að tala um aldurinn", útskýrði hann fyrir Sky Sports News."Ég held að hann hafi verið að tala um tilfinningar sínar gagnvart liðinu og leikmönnunum sem við höfum hér.

"Við höfum reynslu, efnilega leikmenn og góða leikmenn. Ég held að það sé eitthvað í Þá áttina sem Gary var að tala um. Það er núna eða aldrei en framtíðin er þó spennandi þar sem hæfileikarnir í liðinu er gríðarlegir."

"Við verðum að trúa að við getum unnið allar keppnir sem við tökum þátt í. Það er það sem frábært við þetta lið, trúin er til staðar og það sem við þurfum að gera er að fara út á völlinn og njóta hennar. Það er það sem við ætlum að gera."



Rooney er mjög mikilvægur fyrir enska landsliðið að mati BeckhamMYNDS/Reuters

Beckham er hrifinn af Lennon og Walcott en er jafnframt vongóður um að annað ungstirni, Rooney verði gefið grænt ljós á að hefja æfingar á ný en Rooney fer í skoðun á fimmtudaginn. "Þeir eru mjög góðir,"sagði hann um nýju unglingana.

"Þeir eru mjög fljótir. Theo er mjög ungur, hann hefur virkað mjög líflegur á æfingum og þeir eru báðir að njóta sín. Báðir hafa verið hluti af liðinu, það er það sem mikilvægt þegar þú kemst í lið, að þér finnist að þú hafir verið hluti af liðinu í dágóðan tíma og þeir virðast njóta hverrar mínútu."

"Wayne var í veislunni minni á dögunum. Ég talaði við hann og hann leit vel út," sagði þessi fyrrum leikmaður Manchester United. "Fóturinn á honum virtist í góðu standi þegar hann dansaði við kærustuna sína. Það leit vel út þá en að sjálfsögðu verðum við að bíða eftir niðurstöðunum úr skoðuninni. Þjóðin og allir treysta á hann. Það er betra að hafa Wayne Rooney í liðinu, ekki bara sem leikmann heldur einnig sem persónu."

"Við þurfum á því að halda, að heimurinn sjái Rooney í sviðsljósinu á Heimsmeistarakeppninni." Beckham sem talaði af vefsíðu nýja Wemblay leikvangsins gaf sér tíma í að lofa alla þá uppteknu vinnumenn sem eiga þátt í verkinu. "Þetta er mjög hvetjandi" tilgreindi hann."Vinnumennirnir eiga mikið hrós skilið."

"Þeir hafa allir gefið sér tíma í að fylgjast með leikmönnunum og núna fá þeir tækifæri til að sjá sömu leikmenn spila í eigin verki. Leikmennirnir kunna að meta alla þá vinnu sem þeir hafa lagt í hann þar sem þeir eru að byggja tímamótaleikvang. Það yrði fullkomið að halda Heimsmeirakeppnina hérna einn daginn. Í hreinskilni sagt, hvað sem því líður þá höfum við leikvang sem við getum verið stollt af - eins og með þann gamla. Að ganga inná völlinn var einstök tilfinning. Ég held að við fáum þá tilfinningu núna."

"Fólk hefur talað um það hversu langan tíma þetta tekur. En að koma hingað og sjá hversu mikið hefur verið gert get ég ekki séð að þeir eigi það mikið eftir. Vinnumennirnir eiga heiðurinn skilið og vonandi verður leikvangurinn tilbúinn fljótlega svo við getum byrjað að spila á honum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×