Innlent

Varmársamtökin stofnuð til verndar Varmársvæðinu

Mynd/GVA

Varmársamtökin, samtök íbúa í Mosfellsbæ, voru stofnuð formlega í kvöld. Forsvarsmenn samtakanna vilja að Varmársvæðið verði skipulagt með menningu og útivist í huga.

Markmið Varmársamtakanna er að standa vörð um Varmánna og nærliggjandiu svæði og lífga upp á bæjarlífið með útimörkuðum, skemmtunum, og stuðla að góðri uppbyggingu íþróttasvæða í nágrenninu. Forsvarsmenn samtakanna vilja vekja athygli á þeim möguleikum sem svæðið hefur upp á að bjóða áður en það verður um seinan en þétting byggðar í nágrenni Varmár er eitt af því sem bæjarstjórn Mosfellsbæjar hyggst ráðast í á næstu árum. Núvernadi skipulag gerir ráð fyrir nýju hverfi fyrir ofan Varmá en það hverfi myndi liggja þétt við Varmánna og Álafosskvosina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×