Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. desember 2025 11:18 Til stendur að opna leikskólann í mars á næsta ári. Vísir/Anton Brink Kostnaðurinn við kaup og uppbyggingu á leikskólanum Brákarborg er kominn yfir þrjá milljarða. Mál leikskólans hefur spannað þrjá borgarstjóra og eru leikskólabörnin enn ekki snúin aftur í húsnæðið. Árið 2020 samþykkti borgarráð að festa kaup á Kleppsvegi 150-152, þar sem áður var kynlífstækjaverslunin Adam og Eva og arkitektarstofa. Í júlí sama ár var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta alls 1,43 milljarða króna, þar með innifalin kaupin á húsnæðinu sem þurfi þó að rífa. Þann 18. nóvember 2025 var verðbættur kostnaður kominn í rúma 3,2 milljarða króna samkvæmt sundurliðun um heildarkostnað. Þar eru innifaldar tæpar tvö hundruð milljónir króna sem fóru í að færa leikskólabörnin í húsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir á leikskólanum. Frestað fram í mars Kostnaðurinn við leikskólann sjálfan nam um 2,4 milljörðum króna, þar með talin undirbúningur, útboðsverk, umsjón og eftirlit, kaup á búnaði og kaup á húsnæði. Lagfæringar og endurbætur sem hefur þurft að ráðast í hafa síðan kostað, með verðbætum, rétt rúmar fimm hundruð milljónir. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í mars 2026. Jarðsvæðið og bílastæði við leikskólann á Kleppsvegi kostuðu þá rúmar 129 milljónir króna. Þá kostaði tæpar tvö hundruð milljónir að gera skrifstofuhúsnæðið í Ármúla hæft fyrir starfsemina og að flytja hana yfir. Þar með talin er leiga á húsnæðinu, sem í október er komin upp í tæpar 120 milljónir króna. Mál sem spannar þrjá borgarstjóra Framkvæmdir við leikskólann hófust í október árið 2021. Ári síðar tóku leikskólabörn að mæta í leikskólann við Kleppsveg, en þá voru enn framkvæmdir í gangi. Starfsfólk hafði fengið eina kvöldstund til að flytja allt dót á milli húsnæða. Tveimur árum síðar fór að bera á sprungum í veggjum byggingarinnar og hurðakarmar voru orðnir skakkir þar sem reiknað álag frá ásteypulagi og torfi leikskólans var meira en tilgreint var á teikningum. Allir nemendurnir voru því fluttir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir, sumarið 2024. Einar Þorsteinsson kallaði eftir að framkvæmdirnar yrðu teknar og loks í sumar var birt skýrsla Innri endurskoðunar þar sem kemur fram að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Þar kemur fram að framkvæmdir hófust áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnun lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Ekki hafi verið framkvæmd sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna þegar borgin keypti þær árið 2021. Fyrst stóð til að starfsemin yrði aftur færð í húsnæðið á Kleppsvegi í lok september 2025. Því var hins vegar frestað fyrst til október og svo aftur fram í mars árið 2026. Mistök við byggingu Brákarborgar Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Sjá meira
Árið 2020 samþykkti borgarráð að festa kaup á Kleppsvegi 150-152, þar sem áður var kynlífstækjaverslunin Adam og Eva og arkitektarstofa. Í júlí sama ár var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta alls 1,43 milljarða króna, þar með innifalin kaupin á húsnæðinu sem þurfi þó að rífa. Þann 18. nóvember 2025 var verðbættur kostnaður kominn í rúma 3,2 milljarða króna samkvæmt sundurliðun um heildarkostnað. Þar eru innifaldar tæpar tvö hundruð milljónir króna sem fóru í að færa leikskólabörnin í húsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir á leikskólanum. Frestað fram í mars Kostnaðurinn við leikskólann sjálfan nam um 2,4 milljörðum króna, þar með talin undirbúningur, útboðsverk, umsjón og eftirlit, kaup á búnaði og kaup á húsnæði. Lagfæringar og endurbætur sem hefur þurft að ráðast í hafa síðan kostað, með verðbætum, rétt rúmar fimm hundruð milljónir. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í mars 2026. Jarðsvæðið og bílastæði við leikskólann á Kleppsvegi kostuðu þá rúmar 129 milljónir króna. Þá kostaði tæpar tvö hundruð milljónir að gera skrifstofuhúsnæðið í Ármúla hæft fyrir starfsemina og að flytja hana yfir. Þar með talin er leiga á húsnæðinu, sem í október er komin upp í tæpar 120 milljónir króna. Mál sem spannar þrjá borgarstjóra Framkvæmdir við leikskólann hófust í október árið 2021. Ári síðar tóku leikskólabörn að mæta í leikskólann við Kleppsveg, en þá voru enn framkvæmdir í gangi. Starfsfólk hafði fengið eina kvöldstund til að flytja allt dót á milli húsnæða. Tveimur árum síðar fór að bera á sprungum í veggjum byggingarinnar og hurðakarmar voru orðnir skakkir þar sem reiknað álag frá ásteypulagi og torfi leikskólans var meira en tilgreint var á teikningum. Allir nemendurnir voru því fluttir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir, sumarið 2024. Einar Þorsteinsson kallaði eftir að framkvæmdirnar yrðu teknar og loks í sumar var birt skýrsla Innri endurskoðunar þar sem kemur fram að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Þar kemur fram að framkvæmdir hófust áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnun lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Ekki hafi verið framkvæmd sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna þegar borgin keypti þær árið 2021. Fyrst stóð til að starfsemin yrði aftur færð í húsnæðið á Kleppsvegi í lok september 2025. Því var hins vegar frestað fyrst til október og svo aftur fram í mars árið 2026.
Mistök við byggingu Brákarborgar Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“