Innlent

Finnst eðlilegt að Ásatrúarfélagið kanni rétt sinn

Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir sjálfsagt að fólk og félög leiti réttar síns, aðspurður um stefnu Ásatrúarfélagsins á hendur ríkinu. Félagið telur ríkið mismuna trúfélögum og brjóta bæði gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.

Ásatrúarfélagið vill meina að þjóðkirkjan sé ekkert frábrugðin öðrum trúfélögum og þvi sé ríkið að missmuna trúfélögum með því að greiða kirkjunni sérstakt jöfnunarsjóðs- og kirkjumálagjald. Félagið hefur stefnt ríkinu til að greiða því jöfnunarsjóðs- og kirkjumálagjald eins og þjóðkirkjan fær greitt frá ríkinu.

Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir aðspurður um álit sitt á stefnunni sjálfsagta að fólk leiti réttar síns telji það á sér brotið. Hann segir málið flókið og ekki sé hægt að bera algjörlega saman þjóðkrikjuna og önnur trúfélög þar sem krikjan og ríkið eigi langa sögu saman. Þetta geti hins vegar verið eitt skrefið í fullum aðskilnaði ríkis og kirkju sem þó er eins og þetta mál mjög flókið.

Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir aðspurður um álit sitt á stefnunni sjálfsagta að fólk leiti réttar síns telji það á sér brotið. Hann segir málið flókið og ekki sé hægt að bera algjörlega saman þjóðkrikjuna og önnur trúfélög þar sem krikjan og ríkið eigi langa sögu saman. Þetta geti hins vegar verið eitt skrefið í fullum aðskilnaði ríkis og kirkju sem þó er eins og þetta mál mjög flókið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×