Framsókn furðar sig á ummælum um Sundabraut 18. apríl 2006 12:59 MYND/Vísir Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lýsir furðu sinni á ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni í Fréttablaðinu í dag um að framkvæmdum við Sundabraut sé sjálfhætt í bili vegna stöðu efnahagsmála. Í tilkynningu frá flokknum segir að það sæti undrun að oddvitinn skuli ekki meta þessa mikilvægu samgöngubót meira en raun beri vitni, og verði það að teljast kaldar kveðjur til Reykvíkinga sem hafa beðið eftir Sundabraut allt of lengi. Framsóknarflokkurinn minnir á að ríflega átta milljarðar króna af söluandvirði Símans liggi inni á bókum ríkissjóðs vegna framkvæmdar við Sundabraut. „Við teljum að frekar hefði mátt auka útgjöld til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu fremur en draga úr mikilvægum framkvæmdum í höfuðborginni þar sem langstærsti hluti bílaumferðar í landinu er. Lagning Sundabrautar alla leið yfir á Kjalarnes er einhver arðsamasta vegaframkvæmd sem í boði er, auk þess sem hún er nauðsynleg út frá umferðaröryggi. Því hlýtur sú spurning að vera áleitin, hvort oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn telji virkilega að engar aðrar framkvæmdir á vegum ríkisins ættu frekar að bíða," segir í tilkynningunni. Þá segir í tilkynningu B-listans (Framsóknarflokksins í Reykjavík) að oddviti Samfylkingarinnar hafi með ummælum sínum um einfalda Sundabraut komið áformum um framkvæmdirnar í uppnám, þar sem hann hafi m.a. kynnt hugmyndir sem ekki hafi farið í mat á umhverfisáhrifum og myndu því sjálfkrafa þýða nokkurra ára frestun á framkvæmdum. „Nú kemur oddviti Sjálfstæðismanna fram og telur framkvæmdum sjálfhætt í bili. Er því greinilegt að Sundabraut er ekki ofarlega á forgangslista Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í borgarstjórn. B-listinn hefur hins vegar kynnt hugmyndir sínar um Sundabraut í botngöngum á ytri leið og er þess albúinn að leiða verkið án frekari tafa, borgarbúum til hagsbóta. Tími athafna er runninn upp, frekari tafir eru ekki ásættanleg," segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lýsir furðu sinni á ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni í Fréttablaðinu í dag um að framkvæmdum við Sundabraut sé sjálfhætt í bili vegna stöðu efnahagsmála. Í tilkynningu frá flokknum segir að það sæti undrun að oddvitinn skuli ekki meta þessa mikilvægu samgöngubót meira en raun beri vitni, og verði það að teljast kaldar kveðjur til Reykvíkinga sem hafa beðið eftir Sundabraut allt of lengi. Framsóknarflokkurinn minnir á að ríflega átta milljarðar króna af söluandvirði Símans liggi inni á bókum ríkissjóðs vegna framkvæmdar við Sundabraut. „Við teljum að frekar hefði mátt auka útgjöld til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu fremur en draga úr mikilvægum framkvæmdum í höfuðborginni þar sem langstærsti hluti bílaumferðar í landinu er. Lagning Sundabrautar alla leið yfir á Kjalarnes er einhver arðsamasta vegaframkvæmd sem í boði er, auk þess sem hún er nauðsynleg út frá umferðaröryggi. Því hlýtur sú spurning að vera áleitin, hvort oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn telji virkilega að engar aðrar framkvæmdir á vegum ríkisins ættu frekar að bíða," segir í tilkynningunni. Þá segir í tilkynningu B-listans (Framsóknarflokksins í Reykjavík) að oddviti Samfylkingarinnar hafi með ummælum sínum um einfalda Sundabraut komið áformum um framkvæmdirnar í uppnám, þar sem hann hafi m.a. kynnt hugmyndir sem ekki hafi farið í mat á umhverfisáhrifum og myndu því sjálfkrafa þýða nokkurra ára frestun á framkvæmdum. „Nú kemur oddviti Sjálfstæðismanna fram og telur framkvæmdum sjálfhætt í bili. Er því greinilegt að Sundabraut er ekki ofarlega á forgangslista Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í borgarstjórn. B-listinn hefur hins vegar kynnt hugmyndir sínar um Sundabraut í botngöngum á ytri leið og er þess albúinn að leiða verkið án frekari tafa, borgarbúum til hagsbóta. Tími athafna er runninn upp, frekari tafir eru ekki ásættanleg," segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira