Innlent

Björguðu fjölskyldu í bíl á Hellisheiði eystri

Björgunarsveitir á Vopnafirði og Jökuldal komu í morgun þriggja manna fjölskyldu til bjargar sem fest hafði bíl sinn á Hellisheiði milli Vopnafjarðar og Héraðs. Fólkið fest bíl sinn snemma í morgun og brá konan á það ráð að ganga þar til hún komst í símasamband og gat hún þá óskað eftir hjálp. Björgunarsveitin á Vopnafirði keyrði fram á konuna á heiðinni á tíunda tímanum en bíllinn var síðan losaður og fylgt til byggða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×