Innlent

Fjölbreyttar ferðið fyrir borgarbúa á Sumardaginn fyrsta

Ferðalangur á heimaslóð er samheiti fjölbreyttra skemmtiferða sem fólki á öllum aldri gefst færi á að fara í á Sumardaginn fyrsta. Hestaferðir, hvalaskoðun, rútuferðir út fyrir borgarmörkin og útsýnisflug er meðal þess sem í boði er.

Ferðalangur á heimaslóð er nú haldinn í þriðja sinn. Það er Höfuðborgarstofa sem skipuleggur viðburðinn, í samvinnu við tugi ferðaþjónusutaðila. Fjölbreyttar ferðir eru í boði í ár en þær verða allar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Nemar frá Leiðsögumannaskóla Íslands munu sjá um leiðsögn í öllum ferðum. Markmið skipuleggjenda er að hvetja almenning til að kynna sér þá fjölbreyttu möguleika til afþreyingar í ferðaþjóustu í næsta nágrenni. Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála Höfuðborgarstofu, segir að fjölmargt sé í boði í ferðaþjónustu sem borgarbúar viti kannski ekki mikið um. Hún segir að dagskrá sem þessi gefi fólki færi á að kynna sér það sem í boði er í næsta nágrenni og það þurfti ekki mikið umstang til að bregða undir sig betri fætinum og gera sér glaðan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×