Innlent

Hjördís Hákonardóttir skipuð í Hæstarétt

Hjördís Björk Hákonardóttir.
Hjördís Björk Hákonardóttir. MYND/Einar Ólason

Hjördís Björk Hákonardóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands, hefur samkvæmt tillögu Geirs H. Haarde, setts dómsmálaráðherra, verið skipuð dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 1. maí næstkomandi.

Aðrir umsækjendur um embættið voru þau Páll Hreinsson prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur og Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vék sæti við ákvarðanatökuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×