Innlent

Sóley Sigurjóns KE fékk á sig brotsjó

Togbáturinn Sóley Sigurjóns KE fékk á sig brotsjó þegar hann var staddur út af Reykjanesi um miðnæturbil. Höggið var svo mikið að einn skipverja kastaðist til og hlaut skurð á höfði og högg á bakið.

 Bátnum var þegar siglt til Sandgerðis þangað sem hann kom klukkan þrjú í nótt og var skipverjinn fluttur í sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem gert var að sárum hans og bakmeiðslin rannsökuð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×