Innlent

Nokkuð um hraðakstur í nágrenni Blönduós

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi í kvöld. Grunur leikur á að einn ökumannanna hafi verið undir áhrifum áfengis. Sá sem ók hraðast mældist á rúmlega 120 km hraða en eins og kunngut er, þá er 90 km hámarkshraði á þjóðvegum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×