Innlent

Mun kalla þekkta viðskiptamenn til vitnis í Baugsmálinu

Jón Gerald Sullenberger átti ekki von á því að vera ákærður í Baugsmálinu. Hann segir brotalöm í íslenskum lögum þar sem vanti vitnavernd. Þá vill hann að einn dómari í málinu víki en dómarinn taldi Jón Gerald ótrúverðugt vitni þegar málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi. Jón Gerald Sullenberger sagði enn fremur að margir helstu viðskiptamenn landsins verði kallaðir til sem vitni í Baugsmálinu vegna umdeildrar skemmtisnekkju.

Jón Gerald var gestur Fréttavaktarinnar eftir hádegi og má nálgast viðtalið við hann í heild sinni hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×