Innlent

Getur hækkað verð fyrirtækja

Ný raforkulög sem tóku gildi um áramótin hafa töluverð áhrif á mörg iðnfyrirtæki. Verði hækkunum velt út í verðlagið geta þær numið yfir 20%.

Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að hækkun á raforkuverði vegna nýrra raforkulaga getur haft þau áhrif að bakarí þurfi að hækka verð sitt um allt að 25%. Hækkunin er tilkomin vegna þess að forsvarsmenn Orkuveitunnar telja að þeir hafi ekki lengur forsendur til að semja við fyrirtæki um lækkun á raforkuverði gegn ákveðnum skilyrðum. Hingað til hefur iðnfyrirtækjum verið boðinn svokallaður rofinn taxti en í honum fellst að Orkuveitan hefur leyfi til að skrúfa fyrir rafmagn til fyrirtækjanna á ákveðnum álagstímum gegn lægra verði. Bakaríin eru ekki einu fyrirtækin sem finna fyrir breytingunni heldur hefur hún mikil áhrif á mörg fyrirtæki og þá sérstaklega lítil iðnfyrirtæki. Eigendur efnalauga hafa einnig verið ósáttir við hækkunina og telja þeir að ef hækkuninni verður velt út í verðlagið geti þjónusta þeirra hækkað um 20%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×