Stóru orðin ekki spöruð á Alþingi 10. mars 2006 13:15 MYND/Vilhelm Gunnarsson Stóru orðin voru ekki spöruð á Alþingi í morgun þegar umræðu um vatnalögin var haldið áfram. Iðnaðarráðherra sagði ekki stein standa yfir steini í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér fyrst hljóðs í morgun til að ræða störf þingsins. Hann sagði liggja fyrir samkomulag aðila EES samningsins um hvað ætti að vera innihald laga sem byggðu á vatnstilskiipun Evrópusambandsins. Hann spurði því iðnaðarráðherra hvort þetta væri rétt og hvort ekki ætti þá að fresta frekari umræðu um frumvarpið. Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði stjórnarandstæðinga beita málþófi sem væri ólíðandi. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, sagði þingmann hafa verið í ójafnvægi í pontu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, kom loks í pontu og sagði að með frumvarpinu væri aðeins verið að gera formbreytingu. Stjórnarandstaðan héldi því fram að verið væri að skerða almennings- og umhverfisrétt sem væri rangt og þeir vissu það. Hún sagði ekki standa stein yfir steini í málflutninginum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði Vinstri græna vilja þjóðnýta auðlindina líkt og í Sovétríkjunum forðum. Hann sagði Samfylkinguna fylgja með og ekki vita hvaðan á sig stæði veðrið. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, sagði um einkavæðingu vatns að ræða og fyrr myndi hann dauður liggja en að taka þátt í að samþykkja það á Alþingi. Fundarhlé er nú á Alþingi en fundur hefst aftur kl. 13.45. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Stóru orðin voru ekki spöruð á Alþingi í morgun þegar umræðu um vatnalögin var haldið áfram. Iðnaðarráðherra sagði ekki stein standa yfir steini í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér fyrst hljóðs í morgun til að ræða störf þingsins. Hann sagði liggja fyrir samkomulag aðila EES samningsins um hvað ætti að vera innihald laga sem byggðu á vatnstilskiipun Evrópusambandsins. Hann spurði því iðnaðarráðherra hvort þetta væri rétt og hvort ekki ætti þá að fresta frekari umræðu um frumvarpið. Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði stjórnarandstæðinga beita málþófi sem væri ólíðandi. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, sagði þingmann hafa verið í ójafnvægi í pontu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, kom loks í pontu og sagði að með frumvarpinu væri aðeins verið að gera formbreytingu. Stjórnarandstaðan héldi því fram að verið væri að skerða almennings- og umhverfisrétt sem væri rangt og þeir vissu það. Hún sagði ekki standa stein yfir steini í málflutninginum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði Vinstri græna vilja þjóðnýta auðlindina líkt og í Sovétríkjunum forðum. Hann sagði Samfylkinguna fylgja með og ekki vita hvaðan á sig stæði veðrið. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, sagði um einkavæðingu vatns að ræða og fyrr myndi hann dauður liggja en að taka þátt í að samþykkja það á Alþingi. Fundarhlé er nú á Alþingi en fundur hefst aftur kl. 13.45.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira