Innlent

Deilt um vatnalög

Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar. MYND/Teitur Jónasson

Átök um frumvarp til vatnalaga harðna á Alþingi og ásakanir um valdbeitingu og málþóf ganga á víxl. Stjórnarþingmenn segja markmiðið að fá fram skýrt eignarhald á vatni og skynsamlega nýtingu þess, en stjórnarandstaðan segir að verið sé að einkavæða vatnsauðlindina.

Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að lög um eignarhald og nýtingu á vatni verði ekki tekin út úr heldur rædd heildstæð löggjöf um vatnsvernd. Óskað hefur verið eftir frumvarpi sem byggi á vatnatilskipun Evrópusambandsins. Það hafa stjórnarflokkarnir ekki viljað, tilskipunin falli ekki undir EES samninginn og ólokið sé samningsgerð Íslands, Noregs og Lichtenstein við ESB um hvað eigi að vera í slíku frumvarpi.

Stjórnarþingmenn segja stjórnarandstöðu hafa slegið á útrétta sáttarhönd þingforseta í málinu. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ýmsar ástæður fyrir því að fresta því að samþykkja lögin. Hann segist ekki sjá neinar skýrar ástæður fyrir því að stjórnarflokkarnir vilji ljúka málinu nú frekar en bíða með það til næsta þings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×