Innlent

Grillveisla en ekki eldsvoði

MYND/Haraldur Jónasson

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna af höfuðborgarsvæðinu var sent á mörgum slökkvibílum að háhýsi við Engihjálla í Kópavogi á tíunda tímanum i gær eftir að tilkynningar bárust um að mikinn reyk legði frá húsinu, en tugir íbúða eru í því.

Þegar til kom reyndust íbúar í tveimur nærliggjandi íbúðum hafa efnt til grillveislu á svölum íbúðanna og lagði reykinn af brennandi lambafitu, sem engin hætta stafaði af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×