Innlent

Nefnd um olíuleit

Olíuleit á íslenska hluta Jan Myen hryggisns, norðaustur af landinu, gæti hafist strax á næsta ári, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar. Hún ákvað í gær að skipa nefnd ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta, sem málið varðar.

Henni er ætlað að móta lagaramma um verkefnið þannig að hægt verði að setja lög um málið á næsta Alþingi. Frumathuganir benda til að olíu sé hugsanlega að finna á svæðinu og tækni við olíuvinnslu á úthöfum fleygir fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×