Innlent

Eldingar granda ekki flugvélum

Ekkert er að óttast þótt eldingu ljósti niður í flugvélar, líkt og gerðist í flugtaki vélar Icelandair í gær, að sögn fyrrum flugmanns og sérfræðings í áfallahjálp við farþega sem lenda í uggvænlegum uppákomum í háloftunum.

Það er ekkert að óttast þótt eldingu ljósti niður í flugvélar í háloftunum líkt og með flugvél Flugleiða sem varð að snúa við á leið sinni til New York eftir að hafa orðið fyrir eldingu skömmu eftir flugtak í gær. Þetta segir Rúnar Guðbjartsson, fyrrum flugstjóri og núverandi sálfræðingur. Hann segir öryggisbúnað og eftirlit á Vesturlöndum svo öflugt að fátt sé að óttast nema þá óttann sjálfan.

Rúnar segir eldingarvara afar fullkomna í borð í nútímaflugvélum en bendir þó á að það sé ákaflega sjalgæft að flugvélar skemmist við það að fá í sig eldingu.

Rúnar ráðleggur flughræddu fólki sem lendir í óhappi í líkingu við það sem farþegarnir á leið til New York lentu í í gær að fljúga strax aftur. Og það sagði hann að allir farþegarnir sem lentu í uppákomunni í gær hefðu gert nokkrum stundum síðar. Það var það besta sem þeir gerðu segir Rúnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×