Innlent

Ljósmæður greiða atkvæði um nýjan kjarasamning

Ljósmæður í heimaþjónustu koma saman nú klukkan fjögur þar sem kynntur verður kjarasamningur Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins sem undirritaður var í gær. Jafnframt greiða ljósmæður um hann atkvæði. Heimaþjónustan er nú komin í eðlilegt horft eftir að hún hafði verið í upplausn í tvo sólarhringa og stefndi í að fæðingardeildir yfirfylltust. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar ættu að liggja fyrir fyrir klukkan fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×