Innlent

Komið með slasaðan vélsleðamann til Reykjavíkur

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Sigurður Jökull

Þyrla varnarliðsins lenti á klukkan þrjú við Landspítalann í Fossvogi með slasaðan vélsleðamann sem hún sótti á suðvestanverðan Langjökul. Maðurinn hrapaði um 40 metra fram af snjóhengju og er hann illa haldinn og grunur um innvortis meiðsl og áverka á hrygg. Tilkynnt var um slysið klukkan hálfeitt í dag og var þyrlan komin á staðinn um hálfþrjú ásamt flugvél Flugmálastjórnar sem hélt uppi samskiptum milli þyrlunnar og vettvangs en það var til happs að björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu voru meðal fjölmenns hóps sem er á jöklinum og var nærri þegar slysið varð. Óskað var eftir aðstoð varnarliðsins þar sem hvorug þyrla Landhelgisgæslunnar er til staðar, önnur er í yfirferð og hin í viðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×