Innlent

Tilkynnt um strandaðan bát við Jörundarboða

Bátar frá björgunarsveitum í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi voru kallaðir út í dag vegna tilkynningar um að bátur hefði strandað við Jörundarboða sem er vestur af Lönguskerjum í Skerjafirði. Það var vitni við Kópavogskirkju sem tilkynnti um strandið en ekki þegar björgunarbátarnir komu á vettvang sást hvorki tangur né tetur af bát og er talið að um missýning vitnisins hafi verið að ræða og hafa bátarnir verið kallaðir inn aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×